Neostrata húðvörur innihalda efni sem kallast ávaxtasýrur, en rannsóknir sýna að þær hafa verulega bætandi áhrif á húðina. AHA-sýrur (alpha-hydroxy acids) og PHA (poly-hydroxy acids) eru einstakir rakagjafar og flýta fyrir endurnýjun húðfrumanna. Á þann hátt vinna Neostrata húðvörurnar gegn ótímabærri öldrun húðarinnar, þurrki og skemmdum í húð af völdum sólarljóss.

Í flokkunum hér getur þú lesið þér nánar til um innihaldsefnin sem finna má í NEOSTRATA vörunum, fengið upplýsingar um mismunandi vörutegundir, vöruflokka sem og hvaða NEOSTRATA vörur henta hverju húðvandamáli fyrir sig.

Vörur sem vinna gegn öldrun húðarinnar
Uppsöfnuð útsetning fyrir sólarljósi er orsök nánast allra sýnilegra öldrunarummerkja á húð. Þetta kallast ljósöldrun og birtist sem hrukkur, ójöfn dreifing litarefnis og hrjúf áferð, sem kemur fram þegar við eldumst. Ásamt daglegri notkun sólarvarnar getur úrval okkar af vörum sem vinna gegn öldrun húðarinnar bætt útlit hennar marktækt og dregið úr sýnilegum ummerkjum ljósöldrunar.
Vörur sem vinna gegn fínum línum og hrukkum
Uppsöfnuð áhrif útsetningar fyrir sólarljósi, ásamt margra ára hlátri og brosi,valda því að fínar línur og hrukkur koma fram þegar við eldumst. Við notkun ásamt daglegri sólarvörn geta vörur okkar mýkt húðina og bætt útlit húðar sem ber merki ljósöldrunar.
Vörur fyrir þurra og flagnandi húð
Þurr og flagnandi húð getur verið allt frá vægum húðþurrki með lítið áberandi flögnun upp í mjög hrjúfa og hreistraða húð. Ásamt breytingum á lífsháttum, svo sem að forðast að vera lengi í heitri sturtu, geta rakagefandi vörur okkar bætt ástand þurrar og flagnandi húðar verulega.
Vörur sem vinna gegn dökkum baugum og broshrukkum
Eftir langt líf og mikinn hlátur er líklegt að fram komi fínar línur umhverfis augu (broshrukkur) og dökkir baugar undir þeim. Þunn húðin á þessu svæði þynnist frekar með aldrinum, þannig að merki um öldrun verða greinilegri. Augnvörur okkar eru hannaðar til að takast á við þessi algengu vandamál með öflugum en mildum blöndum efna sem vinna gegn öldrun.
Vörur sem vinna gegn mislitun húðarinnar og dökkum blettum
Ójafnt litaraft og mislitun húðar einkennast af svæðum með miklu litarefni á andliti, bringu, herðum og höndum, vegna áralangrar útsetningar fyrir sólarljósi. Þessir blettir, sem eru kallaðir sólarblettir eða aldursblettir, eru sýnileg merki um ljósöldrun. Húðin gæti einnig mislitast eftir meðgöngu eða vegna töku getnaðarvarnataflna. Við notkun ásamt daglegri sólarvörn geta vörur okkar dregið verulega úr ójöfnu litarafti og dökkum blettum.
Vörur sem vinna gegn slappri og siginni húð
Slöpp og sigin húð stafar af skorti á spennu og þéttni, vegna uppsafnaðrar útsetningar fyrir sólarljósi og þyngdarafli. Við notkun ásamt daglegri sólarvörn geta vörur úr vörulínu okkar bætt útlit slapprar húðar.
Vörur sem vinna gegn blettóttri húð
Þú ert með blettótta húð ef þér hættir til að fá rauða bletti og/eða hitaþot á húð sem viðbragð við ýmsum þáttum, þar á meðal oxandi álagi. Með því að taka tillit til umhverfisþátta og annarra þátta sem valda roða og nota að staðaldri vörur úr sérstakri vörulínu okkar er hægt að draga verulega úr blettum á húð.
Vörur sem vinna gegn hnökróttri húð (Keratosis Pilaris)
Hnökrahúð (Keratosis Pilaris) er kvilli í hársekkjum sem veldur upphleyptum hnúðum sem líkjast gæsahúð og kemur oft fram á aftanverðum og utanverðum upphandleggjum og lærum. Þetta er góðkynja kvilli, sem er algengastur hjá unglingsstúlkum. Þó hnökrahúð geti valdið áhyggjum af útliti minnkar hún eða hverfur yfirleitt með aldrinum. Þangað til er hægt að nota einhverjar af vörum okkar sem innihalda alfa-hýdroxýsýru, en þær henta vel til að örva flögnun og slétta úr hnökrum á húð.
Vörur fyrir dauflega og þreytulega húð
Uppsöfnuð áhrif útsetningar fyrir sólarljósi og ljósöldrun geta gert húð dauflega og svipt hana ljóma. Við notkun ásamt daglegri sólarvörn geta öflugar vörur úr vörulínu okkar látið húðina ljóma á ný.
Glýkólsýra (AHA)
Glýkólsýraer náttúrlegt innihaldsefni í sykurreyr, semjafnar eðlilega flögnun húðarinnar, gefur henni fínlegra yfirbragð og dregur úr grönnum línum og hrukkum með því að endurnýja hana. NEOSTRATA vörur sem innihalda glýkólsýru hafa verið endurbættar með nýrri aðferð til að losa virku efnin, sem kallast Smart Amphoteric Complex. Með Smart Amphoteric Complex er hægt að losa glýkólsýru smám saman og tryggja þannighámarksverkun, samtímis því að lágmarka hættu á ertingu. Glýkólsýra er sú alfa-hýdroxýsýra sem er mest notuð til að endurnýja og endurbæta yfirborð húðarinnar.
Sítrónusýra (AHA/BHA)
Sítrónusýraer náttúrlegt innihaldsefni ísítrusávöxtum og er öflug alfa/beta-hýdroxýsýrasem hefur andoxandi áhrif og vinnur gegn áhrifum öldrunar með því að lágmarka sýnileg ummerki ljósskemmda. Þessialfa/beta-hýdroxýsýrahefur auk þess þann kost að vera öflugt andoxunarefni, sem hjálpar til við að vernda húðina gegn sýnilegum ummerkjum oxandi álags og halda henni unglegri.
Möndlusýra (AHA)
Möndlusýraer náttúrlegt innihaldsefni ímöndlum og er fitusækin alfa-hýdroxýsýra, sem gerir hana ákjósanlega til notkunar á feita húð. Möndlusýradregur einnig smám saman úr fitugljáa.Þetta er sú alfa-hýdroxýsýrasem hentar fyrir feita húð sem hættir til að fá bólur.
Glúkónólaktón (PHA)
Glúkónólaktóner náttúrlegt innihaldsefnihúðarinnarsem vinnur gegn öldrun og veldur vægri flögnun húðarinnar, án þess að vera næmt fyrir sólarljósiMild áhrif þessarar sameindar henta vel viðkvæmri húð og húð sem hefur nýlega gengist undir húðsnyrtimeðferð. Glúkónólaktónstyrkir rakavarnarlag húðarinnar og eykur mótstöðuafl hennar, auk þess að hafa öflug andoxandi áhrif. Glúkónólaktóner kærkominn valkostur fyrir viðkvæma húð eða til notkunar eftir húðsnyrtiaðgerðir, þegar húðin getur verið viðkvæmari.
Laktóbíonsýra (PHA)
Laktóbíonsýratilheyrir flokki pólýhýdroxýsýra og er ekki ertandi. Einkaleyfisvarið innihaldsefnið kallast bíonsýra og er unnið úr náttúrlegum sykrum. Það hjálpar til við að draga úr grönnum línum og hrukkum, mislitun húðar, áberandi svitakirtlum og grófri húð með því að valda vægri flögnun húðarinnar. Laktóbíonsýraer öflugt andoxandi efni sem sýnt hefur verið fram á að beinist gegn náttúrlegum ensímum sem brjóta niður húð, til að viðhalda unglegu útliti. Laktóbíonsýraer eftirsótt í lækningaskyni, þar sem hún er öflugt jónabindiefni og rakagjafi sem verndar húðina og dregur raka að viðkvæmu varnarlaginu til að auka rakastig og vellíðan. Laktóbíonsýraer ákjósanleg fyrir mjög rakaskerta, sprungna og þurra húð.
Maltóbíonsýra (PHA)
Maltóbíonsýra tilheyrir flokki pólýhýdroxýsýra og er ekki ertandi. Einkaleyfisvarið innihaldsefnið kallast bíonsýra og er unnið úr náttúrlegum sykrum. Það hjálpar til við að draga úr grönnum línum og hrukkum, mislitun húðar, áberandi svitakirtlum og grófri húð með því að valda vægri flögnun húðarinnar. Maltóbíonsýra er öflugt andoxandi efni sem sýnt hefur verið fram á að beinist gegn náttúrlegum ensímum sem brjóta niður húð, til að viðhalda unglegu útliti. Maltóbíonsýra er eftirsótt í lækningaskyni, þar sem hún er öflugt jónabindiefni og rakagjafi sem verndar húðina og dregur raka að viðkvæmu varnarlaginu til að auka rakastig og vellíðan. Maltóbíonsýra er ákjósanleg fyrir mjög rakaskerta, sprungna og þurra húð.
AMINOFIL (R)
AMINOFIL er byltingarkennd og einkaleyfisvarin amínósýruafleiða. Hún vinnur gegn hrukkum svo semennissléttuhrukkum, broshrukkumog hrukkum til hliðar við augu(krákufætur). AMINOFIL er efni semeykur rúmmál húðarinnar, bólstrar hana og gerir hana stinna.
NeoGlucosamine (R)
NeoGlucosamine er einkaleyfisvarin amínósykra án sýru, sem dregur úr grönnum línum og hrukkum, auk þess að minnka mislitun þannig að húðin fái jafnara yfirbragð. NeoGlucosamineer byggingareininghýalúrónsýru sem er náttúrlegur hluti húðarinnar og gerir hana stinna. Það veldur vægri flögnun húðarinnar til að afhjúpa nýjar húðfrumur. NeoGlucosamine er efni sem minnkar mislitun, gerir húðina stinna og veldur vægri flögnun.
Retinól
Retinól, sem er eitt form A-vítamíns, hjálpar til við að slétta úr hrukkum og dregur úr litarmun í húðinni.
C-vítamín
C-vítamín eða askorbínsýra er andoxandi efni sem ver húðina gegn sindurefnum sem myndastí útfjólubláu ljósi og hjálpar til við að halda henni unglegri.
Hýalúrónsýra
Hýalúrónsýra er náttúrlegt glýkósamínóglýkan sem er að finna í stoðgrind húðarinnar. Við útvortis notkun verkar hýalúrónsýra með því að draga í sig raka og aukarakastig á yfirborði húðarinnar.
Skin Active
Frábærar vörur með öflugum innihaldsefnum sem eru hannaðar til að veita mikil sýnileg áhrif sem aukast með tímanum. Í vörulínunni eru innihaldsefni sem gjarnan eru sett saman í “klasa” til að meðhöndla fjölbreytt vandamál sem koma fram með aldrinum. Í þessari sérstöku vörulínu eru vörur sem gera við húðskemmdir og gera húðina stinnari. Vörurnar eru hannaðar til að draga úr sýnilegum línum og hrukkum og bæta upp skort á stinningu húðar og slappa húð. Í öllum vörunum eru öflug og góð innihaldsefni sem sannað hafa notagildi sitt, þar á meðal retinól, Aminofil® og NeoGlucosamine®.
Correct
Vörulína með öflugum efnum sem vinna gegn öldrun, svo sem retinóli, hýalúronsýru, peptíðumog alfa-hýdroxýsýru, sem vinna gegn tilteknum aldurstengdum vandamálum. Vörulínan vinnur gegn fínum línum og hrukkum, bætir yfirbragð húðarinnar og jafnar húðlit.
Restore
Sérstök vörulína með mildum en áhrifaríkum pólý-hýdroxýsýrum, sem henta jafnvel viðkvæmustu húð. Þessar pólý-hýdroxýsýrur hjálpa til við að vernda rakavarnarlag húðarinnar, efla andoxandi eiginleika hennar og örva væga flögnun. Kjörin fyrir allar húðgerðir, einkum viðkvæma og auðertanlega húð.
Clarify
Vörulína fyrir erfiða húð, svo sem feita eða bólusækna húð. Vörurnar nýta flögnunaráhrif glýkólsýru og möndlusýru ásamt NeoGlucosamine® til að hreinsa yfirborð húðarinnar og gefa henni slétt og heilbrigt yfirbragð.
Defend
Vörulína með sólarvarnarvörum sem einnig vinna gegn öldrun. Í vörulínunni eru breiðvirk UVA/UVB sólarvarnarefni og andoxandi efni sem verja húðina gegn sólarljósi og umhverfisálagi og gefa henni heilbrigt útlit.
Enlighten
Einstök vörulína sem beinist að fjölbreyttum vandamálum varðandi hreinleika og mislitun húðarinnar. Vörurnar beinast að fjölbreyttum orsökum mislitunar og innihalda öflug efni sem lýsa húðina, svo sem C-vítamín, níasínamíð, öflugt andoxandi efni sem er að finna í kryddinu túrmerik, retinól og NeoGlucosamine® og jafna lit húðarinnar og láta hana ljóma. Kjörið fyrir þá sem leita að meðferð við sýnilegri mislitun, ójöfnum húðlit og dökkum blettum.
Resurface
Vörulína sem virkjar orkuna í miklu magni af alfa-hýdroxýsýrum til að slétta og fága yfirborð húðarinnar með markvissri flögnun hennar. Í þessum vörum er Smart Amphoteric Complex, aðferð til að losa virk efni smám saman til að hámarka það sem húðin þolir, þó notaður sé mikill styrkur af alfa-hydroxýsýrum. Þessar vörur valda flögnun efsta frumulags húðarinnar og afhjúpa þannig heilbrigð og lifandi lög hennar. Vörurnar hjálpa til við að lágmarka fínar línur, draga úr sýnilegum svitakirtlum og gefa húðinni slétta áferð og heilbrigt útlit.
Mælt er með að ráðfæra sig við húðlækni fyrir notkun vara úr Resurface línunni vegna hás styrkleika AHA sýra.
Hreinsir
Notkun hreinsis er fyrsta skrefið í árangursríkri húðhirðu. Úrval okkar gerir þér auðvelt að finna hreinsi sem hentar þér. Hreinsar okkar gera húðina hreina og ferska og eru hannaðir til að vera fyrsta skref í hverri vörulínu.
Tóner
Öflugar tónerlausnir okkar eru sérstaklega blandaðar húðvörur fyrir þá sem þurfa að örva flögnun húðarinnar til að slétta hana eða opna svitakirtla.
Serum
Öflug serum ráðast beint að rótum húðvandamála þinna. Serumin okkar innihalda aðeins bestu innihaldsefni í þægilegum blöndum sem ganga auðveldlega í húðina og hafa marga kosti.
Augnhirða
Augun eru oft fyrsti líkamshlutinn sem sýnir merki öldrunar og þreytu, allt frá dökkum baugum yfir í hrukkur eða þrútna húð. Virkar blöndur okkar eru hannaðar sérstaklega til að takast á við aldurstengdar breytingar umhverfis augu.
Rakagjafi
Úrval okkar af rakakremum og áburði til notkunar bæði að nóttu og degi er blandað sérstaklega til að uppfylla þarfir þínar fyrir húðhirðu. Úrval mismunandi áferða og gagnlegra innihaldsefna auðveldar þér að finna rakagjafa sem hentar þér.
Sólarvörn
Úrval okkar af sólarvarnarvörum veitir breiðvirka vörn gegn bæði UVA og UVB geislum og inniheldur ógegnsæ efni. Olíulausar vörur okkar innihalda einnig efni sem vinna gegn öldrun, sem gerir þær ómissandi fyrir alla húðhirðu til að bæta útlit húðar sem orðið hefur fyrir skemmdum af sólarljósi.
Vörur fyrir háls og bringu
Þessar vörur eru blandaðar á einstakan hátt til að veita bestu mögulegu húðhirðu á hálsi, í hálsmáli og á bringu, allt frá daglegri notkun til að auka rakastig og mýkt upp í að draga úr línum, hrukkum og mislitun.
Flögnunarefni
Regluleg flögnun efsta lags húðarinnar fjarlægir uppsafnaðar dauðar húðfrumur sem gefa húðinni dauflegt yfirbragð og er mikilvægur hluti húðhirðu þinnar. Úrval okkar af vörum sem örva flögnun húðarinnar mýkir og bætir yfirborð húðarinnar og gefur henni heilbrigt útlit og ljóma.
Maskar til heimanotkunar
Úrval okkar af möskum til heimanotkunar er líkast því að hafa aðgang að eigin heilsulind heima fyrir. Þessi meðferð gefur húðinni slétt yfirbragð og ljóma, sem eykst með tímanum. Maskar búa húðina undir daglega húðhirðu.